Gagnameistari I

Framsetning upplýsinga & skilningur gagna

497.500 kr.

Leiðbeinendur

Um námið

Í Gagnameistari I er lögð áhersla á að þátttakendur læri að vinna markvisst með gögn fyrirtækja og stofnana á öruggan og skilvirkan hátt. Í náminu er unnið með Power BI til greiningar og framsetningar gagna, jafnframt því sem farið er yfir Power Platform-umhverfið og grunnatriði SQL-fyrirspurna. Námið byggir á raunhæfum verkefnum þar sem þátttakendur hafa tækifæri til að vinna með eigin gögn og þróa lausnir sem nýtast beint í starfi. Áhersla er lögð á gagnalæsi, sjálfstæða greiningu og skilning á ferlum frá gögnum til nothæfra upplýsinga.
Námið er fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem vilja öðlast betri innsýn í gagnavinnu og verða sjálfbjarga í greiningum og framsetningu gagna. Það hentar sérstaklega þeim sem starfa með fjármála- og rekstrarupplýsingar eða gagnatengd verkefni, sem og þeim sem vilja kynnast hlutverkum innan gagnateyma, svo sem Data Analyst, Data Engineer og Data Scientist. Námið nýtist einnig þeim sem vilja beita gagnavinnu í umbreytingar- og þróunarverkefnum í eigin starfsumhverfi.
Að loknu námi eiga þátttakendur að:
  • Hafa góðan skilning á Power BI umhverfinu, bæði Power BI Desktop og Power BI Service
  • Geta unnið með eigin gagnasett og sett þau fram í markvissum skýrslum
  • Skilja hvenær nota á Power BI annars vegar og Excel hins vegar
  • Hafa grunnþekkingu á Power Platform (Power Apps, Power Automate og Virtual Agents)
  • Skilja grunnatriði gagnagrunna og geta unnið einfaldar T-SQL fyrirspurnir
  • Hafa aukið gagnalæsi og skilning á ferlum frá gagnaöflun til upplýsinga sem skapa virði
Helstu atriði sem farið er yfir:
  • Power BI – Grunnur
  • Power Platform
  • Mismunandi gögn að upplýsingum
  • Power BI – Framhald & Samantekt
  • Lokaverkefni
Þessi námsleið veitir diplóma svo fremi sem nemendur standist frammistöðumat
Kennslan er áætluð 52,5 kennslustundir (35 klukkustundir) og vinnuframlag nemenda er í kringum 6-10 klukkustundir á viku. Kennt er á hverjum fimmtudegi í 12-14 vikur frá kl. 17:30 til 20:00 eða um það bil í tvær og hálfa klukkustund í senn. Einnig eru settir upp nokkrir verkefnadagar á þriðjudögum eftir þörfum þar sem kennari verður á staðnum til aðstoða við verkefni.

Gagnameistari I – Fjarnám

Hefst: 5. Mar '26
Lýkur: 4. Jun '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Getur unnið með gögn úr eigin umhverfi og einn á einn endurgjöf frá kennara. Endilega kynnið ykkur kennsluáætlun, einstaka kennsludögum getur verið hliðrað út af frídögum eða öðru.

Verð: 497.500 kr.

47.802 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Gagnameistari I – Kvöldnám

Hefst: 5. Mar '26
Lýkur: 4. Jun '26
Kennt fimmtudaga 17:30-21:00. Áætlaðir 4 verkefnatímar á þriðjudögum sama tíma. Endilega kynnið ykkur kennsluáætlun, einstaka kennsludögum getur verið hliðrað út af frídögum eða öðru. Einhverjir kennsludagar gætu hliðrast á vorönn vegna almennra frídaga, en slíkt er unnið í samráði við þátttakendur.

Verð: 497.500 kr.

47.802 kr/mán
(m.v. 12 mán)