Mannauðsstjórnun – á mannamáli

VERÐ

255.000 kr.

UM NÁMIÐ

Mannauðsstjórnun á mannamáli er námsleið þar sem fjallað er um margvísleg málefni mannauðsstjórnunar og lögð áhersla á að veita þátttakendum hagnýt verkfæri til að takast á við viðfangsefni mannauðsstjórnunar í daglegri stjórnun. Fjallað verður um leiðir til að velja rétta starfsfólkið til starfa, hvað ber að hafa í huga við faglega móttöku nýliða, hvernig megi skipuleggja þjálfun starfsmanna, hvernig eigi að ræða um og bæta frammistöðu og hvernig megi ná fram betri afköstum starfsfólks með hvatningu, eflingu liðsheildar og góðum samskiptum. Einnig er farið yfir ýmis viðfangsefni, eins og hvernig eigi að taka ákvörðun um laun, fjallað um árangursríkar leiðir til að taka á erfiðum samskiptamálum, hvernig eigi að takast á víð tíðar veikindafjarvistir og hvernig megi fyrirbyggja streitu og kulnun í starfi.
Stjórnendur sem vilja efla sig í stjórnun starfsfólks og búa til starfsumhverfi sem dregur fram það besta í fólki og hámarka þannig frammistöðu starfsfólks.
Þá sem starfa við mannauðsmál.
Fyrir þá sem hafa áhuga á mannauðsmálum.
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar sem stuðla að bættri frammistöðu starfsfólks og ýta þannig undir heildarárangur fyrirtækis eða skipulagseiningar. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun mannauðs á vinnustað eða uppbyggingu hlutverks á sviði mannauðsmála í fyrirtæki eða skipulagseiningu á almennum vinnumarkaði.
8 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma.

Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefni til að vinna þegar það á við.
Frammistöðumat / einkunn er gefin fyrir námið sem byggist á verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat.
Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Frammistöðuskjal og Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu á við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaáætlun, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni. Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum / greiðslusamkomulagi.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér
Almennt um námið
Mannauðsstjórnun á mannamáli er námsleið þar sem fjallað er um margvísleg málefni mannauðsstjórnunar og lögð áhersla á að veita þátttakendum hagnýt verkfæri til að takast á við viðfangsefni mannauðsstjórnunar í daglegri stjórnun. Fjallað verður um leiðir til að velja rétta starfsfólkið til starfa, hvað ber að hafa í huga við faglega móttöku nýliða, hvernig megi skipuleggja þjálfun starfsmanna, hvernig eigi að ræða um og bæta frammistöðu og hvernig megi ná fram betri afköstum starfsfólks með hvatningu, eflingu liðsheildar og góðum samskiptum. Einnig er farið yfir ýmis viðfangsefni, eins og hvernig eigi að taka ákvörðun um laun, fjallað um árangursríkar leiðir til að taka á erfiðum samskiptamálum, hvernig eigi að takast á víð tíðar veikindafjarvistir og hvernig megi fyrirbyggja streitu og kulnun í starfi.
Fyrir hverja
Stjórnendur sem vilja efla sig í stjórnun starfsfólks og búa til starfsumhverfi sem dregur fram það besta í fólki og hámarka þannig frammistöðu starfsfólks.
Þá sem starfa við mannauðsmál.
Fyrir þá sem hafa áhuga á mannauðsmálum.
Markmið
Að þátttakendur þekki og skilji helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar sem stuðla að bættri frammistöðu starfsfólks og ýta þannig undir heildarárangur fyrirtækis eða skipulagseiningar. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar mannauðsstjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun mannauðs á vinnustað eða uppbyggingu hlutverks á sviði mannauðsmála í fyrirtæki eða skipulagseiningu á almennum vinnumarkaði.
Námsyfirferð og kennsluaðferðir
8 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma.

Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefni til að vinna þegar það á við.
Frammistöðumat / einkunn er gefin fyrir námið sem byggist á verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat.
    Lota 1
    Hvað er mannauðsstjórnun og hvernig verð ég góður stjórnandi

    Lota 2
    Ráðningar. Að ráða rétta fólkið fyrir starfið

    Lota 3
    Móttaka, þjálfun og fræðsla

    Lota 4
    Að stjórna frammistöðu og leiða breytingar

    Lota 5
    Hvatning og helgun

    Lota 6
    Að byggja upp liðsheild og erfið starfsmannamál

    Lota 7
    Heilsa, vellíðan og vinnuumhverfið

    Lota 8
    Laun, fríðindi og réttindi

Frammistöðumat / Diplóma
Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Frammistöðuskjal og Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.
Áætlað vinnuframlag
Áætlað er að hver nemandi þurfi að verja að meðaltali 6-8 klukkustundum á viku í til að sinna námsleiðinni vel (umþb 48-64 klst. öll námsleiðin). Það er auðvitað breytilegt eftir einstaklingum og áhuga og metnaði viðkomandi. Nemendur fá frammistöðumat / einkunnir að námi loknu, og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.
Annað
Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu á við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaáætlun, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni. Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum / greiðslusamkomulagi.
Umsjón með náminu
Umsjón: Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Herdís Pála Pálsdóttir ráðgjafi.
Greiðslumöguleikar
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Mannauðsstjórnun – á mannamáli – Fjarnám

Hefst: 27. Sep '23
Lýkur: 22. Nov '23
Fjarnám, 8 lotur. Verkefnaskil, endurgjöf og diplóma í boði.

Verð: 255.000 kr.