Search
Close this search box.

Kerfisstjórnun grunnur

Fyrsti hluti í kerfisstjórnun
VERÐ

705.000 kr.

UM NÁMIÐ

Þessi námsbraut er sniðin að þeim sem hafa áhuga á að vinna við þjónustu tölvukerfa. Nemendur kynnast þeim stýrikerfum og hugbúnaði sem notuð eru við kerfisþjónustu og snúa helst að þjónustu við notendur og útstöðvar.
Námsbrautin hentar þeim sem hafa almenna tölvufærni og áhuga á að starfa við notendaþjónustu. Námið gerir talsverðar kröfur til nemenda og þurfa þeir að vera tilbúnir að leggja sig fram í náminu til að ná góðum árangri. Þar sem kennslubækur og námsefni er á ensku þurfa nemendur að hafa nokkuð góð tök á ensku, ekki er þó krafist þekkingar á tækniensku. Nemendur þurfa að hafa góða almenna tölvufærni.
Nemendur sem ljúka námsbrautinni og standa sig með prýði eru færir um að starfa á tölvuverkstæðum, við notandaþjónustu og önnur slík störf. Nemendur hafa þekkingu til að afla sér frekari þekkingar í faginu.
    Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

    Hafa þekkingu og skilning á hugbúnaði tölva.

    Hafa þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr einföldum vandamálum tengdum þeim.

    Gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar skjölunar, hafa skilning á mikilvægi vel skrifaðra verkbeiðna og geta teiknað upp ýmsar tegundir tölvukerfa.

    Kunna að sýsla með Windows stýrikerfi í skýja umhverfi Microsoft (Intune).

    Geta þjónustað notendur í Entra ID skýjaumhverfi Microsoft, þ.m.t. stofnað notendur, hópa, endursett lykilorð og geta sýslað með notendur í notandahópum.

    Geta sett upp og stjórnað Microsoft Azure skýjaumhverfi.

    Geta samtengt staðar tölvukerfi við skýjaumhverfi í Azure.

    Geta þjónustað notendur í Active Directory umhverfi, þ.m.t. stofnað notendur, endursett lykilorð og set notendur í notandahópa.

    Hafa yfirgripsmikla þekkingu á hinum ýmsu Windows Server þjónustum, nemendur geta sett upp og stillt þjónusturnar eftir þörfum.

    Hæfni í uppsetningu á sýndarvélum og viðhaldi þeirra

Í hverjum kennslutíma eru fyrirlestrar og einnig er lögð áhersla á verklegar æfingar í lab umhverfi eða á físískum vélbúnaði. Kennari stýrir umræðum um námsefnið ásamt sýnikennslu o.fl. Námsbrautin er samsett úr námsefni frá: Tölvuviðgerðir Comptia A+, Grunnur að Netkerfum Comptia Network+, Windows Endpoint Administrator MD-102, Microsoft 365 Administrator MS-102. Auk þess taka nemendur á brautinni þátt í lokaverkefni, sem tekur saman efni annarinnar og er aðeins í boði fyrir þá nemendur sem eru skráðir á námsbraut.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Kerfisstjórnun grunnur – Fjarnám

Hefst: 5. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '25
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 705.000 kr.

Kerfisstjórnun grunnur – Kvöldnám

Hefst: 5. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '25
Dagar: Mánudagar, miðvikudagar kl. 17:30-21:00 og valda laugardaga 9:00-16:00

Verð: 705.000 kr.