Search
Close this search box.

Bókhaldsbraut

2 annir
Frelsi í boði
VERÐ

619.500 kr.776.500 kr.

UM NÁMIÐ

Að þessu námskeiði loknu ættu nemendur að hafa vald á öllum helstu færniþáttum sem prýða góðan bókara. Brautin samanstendur af Grunnámi í bókhaldi og Excel og Bókaranámi framhald.
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast haldbæra þekkingu á sviði bókhalds.
    Fjarnám í frelsi - getur byrjað strax!
    Þú getur skráð þig, greitt og byrjað samstundis. Þú færð tvöfalt lengri tíma til að klára námið en í hefðbundna línulega fjar- eða staðarnáminu eða klárað á styttri tíma. Þú færð 180 daga til að klára Grunnnámið (fyrri hlutann) og þegar þú hefur lokið þeim námshluta þá færðu 180 daga til að klára Bókaranám framhald. Margir velja líka frelsið til að vinna hraðar en í hefðbundna námsforminu (staðar- eða fjarnámi). Fjarnám í frelsi, er hugsað fyrir þá sem geta unnið sjálfstætt og þurfa ekki daglega aðstoð. Þú hefur val hvenær þú skilar verkefnum og hvenær þú tekur próf. Námið veitir sama útskriftarskírteini (Diplóma) og hefðbundna námið. Þjónustumarkmið skólans er að þátttakendur fái endurgjöf ekki síðar en inna 7 virkra daga. Endurgjöf á stór skilaverkefni (próf þegar það á við) getur tekið lengri tíma, en þá fá þátttakendur upplýsingar um það. Rauðir dagar telja ekki með, lokað er fyrir slíka endurgjöf yfir jól og páska og yfir miðsumar (1.júlí til 5.ágúst).

    Fjarnám
    Kennt samhliða staðarnáminu. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.

    Staðarnám
    Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Kennt á vorönn og haustönn. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir). Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.

Námið byggir á mikilli verkefnavinnu og gera má ráð fyrir all nokkurri heimavinnu. Lögð er áhersla á að verkefnin séu hagnýt og til þess fallin að auka skilning og færni nemenda og styrkja þá í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Bókhaldsbraut – Fjarnám í frelsi

Byrjaðu strax í dag.

Verð: 776.500 kr.

Bókhaldsbraut – Morgunnám

Hefst: 17. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '25
Kennsla fer fram frá klukkan 08.30-12.00. Grunnnámið (fyrri önnin) er kennt á mánudögum og bókaranám framhald (seinni önnin) á þriðjudögum.

Verð: 619.500 kr.

Bókhaldsbraut – Kvöldnám

Hefst: 17. Feb '25
Lýkur: 2. Jun '25
Kennsla fer fram frá klukkan 18.00-21.30. Grunnnámið (fyrri önnin) er kennt á mánudögum og bókaranám framhald (seinni önnin) á þriðjudögum. Boðið verður upp á verkefnadag með kennara á fimmtudögum aðra hverja viku á sömu tímum á meðan það er næg þátttaka.

Verð: 619.500 kr.

Bókhaldsbraut – Fjarnám

Hefst: 18. Feb '25
Lýkur: 3. Jun '25
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófum. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 619.500 kr.

MEÐMÆLI

Atvinnumöguleikarnir aukist til muna

Helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrá mig í nám hjá NTV skólanum var sú að ég stóð fyrir framan miklar breytingar í...

Kristján Jóhannes Pétursson

Allir sem ég talaði við nefndu NTV skólann – opnaði helling af atvinnumöguleikum

Ég skráði mig í fjarnám í bókhaldi. Ég hafði unnið voða lítið við bókhald en fann að það var starf sem ég gæti vel hugsað mér. Ég var búin að skoða þó nokkra möguleika varðandi...

Jóhanna Harðardóttir