Gagnameistarinn, er nýleg námsleið hjá NTV skólanum, þar sem áherslan er á gagnagreiningu og högun og framsetningu stjórnendaupplýsinga. Mikill metnaður hefur verið lagður í þessa námsleið og sérfræðiteymið sem sér um kennsluna er einstakt. Mörgum hefur gengið vel að vinna með eigin gögn og gagnaumhverfi og þótt það mjög gagnlegt og verðmætt.
Við höfum fengið einstaklega jákvæðar reynslusögur frá nokkrum aðilum, sem eru áhugaverðar og þú getur lesið betur um það hér.
„Kom skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að búa til app í Power Apps og tengja við gagnasöfn og vinna úr.“ Oddur Einarsson, Bcs í vélaverkfræði, starfar hjá Carbfix.
„Áhugi á gagnagreiningu kviknaði í mastersnámi í reikningshaldi og endurskoðun. Valdi fjarnám og mæli eindregið með.“ Benedikt Arnar Oddson, M.Acc í reikningshaldi og endurskoðun og starfsmaður í ferðaþjónustu hjá GTS ehf.
„Góð fjárfesting sem nýtist bæði mér og fyrirtækinu“ Agnar Már er framkvæmdastjóri golfklúbbs GKG og situr i stjórn Jónar Transport