Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:
Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinargerðir, aðgerðaáætlun, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.
Ef þú ert í línulegu fjarnámi (í hópi) þá er nemendaumhverfi skólans í Office 365 umhverfinu. Þar fer þá fram öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum / greiðslusamkomulagi.
Ef þú velur Frelsisnám eða Sjálfsnám þá er öll miðlun og þjónusta/samskipti í gegnum vafra og heimasíðu skólans.