Ítarlegt þriggja anna nám þar sem þátttakendur læra bókhald frá grunni bæði á hagnýtan og fræðilegan hátt. Að námi loknu eiga góðir nemendur að hafa öðlast færni og þekkingu til að geta tekið próf til viðurkennds bókara hjá Prófamiðstöð Íslands (https://profamidstod.is/) og öðlast vottun sem viðurkenndur bókari.
Brautin samanstendur af Grunnámi í bókhaldi (hluti I), Bókaranámi framhald (hluti II) og Að viðurkenndum bókara (hluti III)
Ef þú ert ekki vissi um hvort námsefnið liggi fyrir þér þá mælum við eindregið með að þú skráir þig fyrst í Grunnnámið (hluta I) eða á Bókhaldsbrautina (hluti I og II) og takir ákvörðun að því loknum með framhald.
Stuðningur við þátttakendur er mikill í fyrstu tveimur hlutunum, en í síðasta hlutanum er gerð mun meiri krafa til nemenda um heimanám, lestur ítarefnis og að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Að auki eru próf til viðurkennds bókara mjög krefjandi.
Markmið námsins að undirbúa fólk að geta sýnt sjálfstæði og ákveðinn hraða í vinnubrögðum sem viðurkenndur bókari að námi loknu.
Fyrir hverja?
Námið er öllum opið og án inntökuskilyrða, þar sem það er kennt frá gunni.