Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Námið hentar einnig vel fyrir einstaklinga sem hafa íslensku sem annað tungumál og vilja styrkja sig í íslensku vinnuumhverfi og auka möguleika sína. Kennslan fer fram á íslensku, en boðið er upp á stuðningsefni og textuð myndbönd til að auðvelda námið.