Skrifstofuskóli

Fyrir fólk með stutta skólagöngu

Price range: 74.000 kr. through 78.800 kr.

Um námið

Í Skrifstofuskólanum er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Námið er byggt á námskrá frá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins. Sjá nánar undir námsþættir.
Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Námið hentar einnig vel fyrir einstaklinga sem hafa íslensku sem annað tungumál og vilja styrkja sig í íslensku vinnuumhverfi og auka möguleika sína. Kennslan fer fram á íslensku, en boðið er upp á stuðningsefni og textuð myndbönd til að auðvelda námið.
Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Lykilþáttum almennra skrifstofustarfa með áherslu á þjónustu og bókhald.
  • Uppbyggingu bókhalds.
  • Verslunarreikningi.
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á þjónustu og bókhald.
    • Reikna út virðisaukaskatt, prósentur og afstemma bókhald.
Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Veita viðskiptavinum góða þjónustu.
  • Skrá og stemma af fjárhagsbókhald.
  • Sinna almennum bókhalds- og skrifstofustörfum á faglegan hátt.
Helstu atriði sem farið er yfir:
  • Tölvu- og upplýsingatækni.
  • Viðskiptafög.
  • Færni á vinnumarkaði.
Sjá nánar: Skrifstofuskólinn – Námslýsing
Sjá námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Skrifstofuskolinn Námskrá
Áhersla er lögð á símat og leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna. Þessi námsleið veitir diplóma svo fremi sem nemendur standist frammistöðumat.
Sjá nánar námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins undir námsþættir.

Skrifstofuskóli – Fjarnám

Hefst: 17. Sep '25
Lýkur: 17. Dec '25
Kennsla fer fram í gegnum nemendaumhverfi skólans. Nemendur vinna efnið á þeim tíma sem þeim hentar en kennari setur upp fyrirfram gefnar dagsetningar fyrir verkefnaskil og prófdaga.

Verð: 74.000 kr.

Skrifstofuskóli – Fjarnám

Hefst: 18. Feb '26
Lýkur: 27. May '26
Kennsla fer fram í gegnum nemendaumhverfi skólans. Nemendur vinna efnið á þeim tíma sem þeim hentar en kennari setur upp fyrirfram gefnar dagsetningar fyrir verkefnaskil og prófdaga.

Verð: 78.800 kr.

Skrifstofuskóli – Kvöldnám

Hefst: 17. Sep '25
Lýkur: 17. Dec '25
Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum. Kennt er frá klukkan 18.00-21.30 auk þess sem nemendur vinna heima.

Verð: 74.000 kr.

Skrifstofuskóli – Morgunnám

Hefst: 17. Sep '25
Lýkur: 17. Dec '25
Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum. Kennt er frá klukkan 8.30-12.00 auk þess sem nemendur vinna heima.

Verð: 74.000 kr.