Námsleiðin er fyrir þá sem hafa almenna tölvufærni og áhuga á að starfa við notenda og kerfisþjónustu. Námið gerir talsverðar kröfur til nemenda og þurfa þeir að vera tilbúnir að leggja sig fram í náminu til að ná góðum árangri. Þar sem kennslu og námsefni er á ensku þurfa nemendur að hafa nokkuð góð tök á ensku, ekki er þó krafist þekkingar á tækniensku.