Kerfisstjórnun grunnur

Fyrsti hluti í kerfisstjórnun

774.500 kr.

Um námið

Kerfisstjórnun grunnur er námsleið sem er sniðin að þeim sem hafa áhuga á að vinna við þjónustu tölvukerfa. Nemendur kynnast þeim stýrikerfum, hugbúnaði og skýjaumhverfum sem notuð eru við kerfisþjónustu og snúa helst að þjónustu við notendur, útstöðvar og innviði

Flestir leiðbeinendur í kerfisstjóranámi hjá NTV Promennt eru Microsoft Certified Trainers (MCT).
Námsleiðin er fyrir þá sem hafa almenna tölvufærni og áhuga á að starfa við notenda og kerfisþjónustu. Námið gerir talsverðar kröfur til nemenda og þurfa þeir að vera tilbúnir að leggja sig fram í náminu til að ná góðum árangri. Þar sem kennslu og námsefni er á ensku þurfa nemendur að hafa nokkuð góð tök á ensku, ekki er þó krafist þekkingar á tækniensku.
Að loknu námi eiga þáttakendur að: 
  • Hafa þekkingu og skilning á hugbúnaði tölva 
  • Hafa þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr einföldum vandamálum tengdum þeim 
  • Gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar skjölunar, hafa skilning á mikilvægi verkbeiðna og geta teiknað upp ýmsar tegundir tölvukerfa 
  • Kunna að sýsla með Windows stýrikerfi 
  • Geta sett upp og stjórnað Microsoft Azure skýjaumhverfi 
  • Geta samtengt staðar tölvukerfi við skýjaumhverfi í Azure 
  • Geta þjónustað notendur í Active Directory umhverfi, þ.m.t. stofnað notendur, endursett lykilorð og set notendur í notandahópa 
  • Hafa yfirgripsmikla þekkingu á hinum ýmsu Windows Server þjónustum, nemendur geta sett upp og stillt þjónusturnar eftir þörfum 
  • Hæfni í uppsetningu á sýndarvélum og viðhaldi þeirra 
Helstu námshlutar sem verður farið í á námsbrautinni: 
  • Implementing and Managing Windows 11 
  • Comptia Network+ 
  • Microsoft Azure Administrator 
  • Administering Windows Server Hybrid Core Infrastructure 
  • Configure Windows Server Hybrid Advanced Services 
Þessi námsbraut er grunnur að Kerfisstjóri diplómanám og veitt er viðurkenning við lok náms.
Kennslan er áætluð 210 kennslustundir (140 klukkustundir) og vinnuframlag nemenda er í kringum 8-16 klukkustundir á viku.

Kerfisstjórnun grunnur – Kvöldnám

Hefst: 4. Feb '26
Lýkur: 25. May '26
Dagar: Mánudagar, miðvikudagar kl. 17:30-21:00 og valda laugardaga 9:00-16:00

Verð: 774.500 kr.

74.441 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Kerfisstjórnun grunnur – Fjarnám

Hefst: 4. Feb '26
Lýkur: 25. May '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 774.500 kr.

74.441 kr/mán
(m.v. 12 mán)