Search
Close this search box.

Stafræn markaðssetning – Digital marketing

VERÐ

265.000 kr.344.500 kr.

LEIÐBEINENDUR

UM NÁMIÐ

Stafræn markaðssetning er námsleið sem kennir þér á einstklega hagnýtan og verkefnadrifinn hátt að skipuleggja og framkvæma markaðs- og kynningarherferðir í stafrænum heimi hvort sem það er á rafrænum miðlum, samfélagsmiðlum eða á leitarvélum. Þetta er einungis kennt í fjarnámi. Raunhæf verkefni og verkefnaskil eru hluti af náminu og skólinn vottar frammistöðu með prófskírteini að því loknu.
Fyrir þá sem vilja læra hvernig unnið er að markaðssetningu á netinu, þá bæði á sjálfu veraldarvefnum og samfélagsmiðlum. Kennt frá grunni. Engir fastir viðverutímar, en verkefnaskil. Sérlega hanýtt og verkefnamiðað nám sem miðast að því að þátttakendur læri að skipuleggja, framkvæma og fylgja eftir auglýsingaherferð á netinu og á samfélagsmiðlum.
    Fjarnám í frelsi - getur byrjað strax!
    Þú getur skráð þig, greitt og byrjað strax. Þú færð tvöfalt lengri tíma (180 daga) til að klára námið en í hefðbundna línulega fjar- eða staðarnáminu eða klárað á styttri tíma. Fjarnám í frelsi, er hugsað fyrir þá sem geta unnið sjálfstætt og þurfa ekki daglega aðstoð. Þú hefur val hvenær þú skilar verkefnum og hvenær þú tekur próf. Námið veitir sama útskriftarskírteini (Diplóma) og hefðbundna námið. Þjónustumarkmið skólans er að þátttakendur fái endurgjöf ekki síðar en inna 7 virkra daga. Endurgjöf á stór skilaverkefni (próf þegar það á við) getur tekið lengri tíma, en þá fá þátttakendur upplýsingar um það. Rauðir dagar telja ekki með, lokað er fyrir slíka endurgjöf yfir jól og páska og yfir miðsumar (1.júlí til 5.ágúst). Leiðbeinandi áskilur sér rétt til að eiga samtal við þig í upphafi nema þú óskir sérstaklega ekki eftir slíku og býður upp á samtalstíma ef þú óskar á meðan á fjarnámi í frelsi stendur.

    Fjarnám
    Kennt samkvæmt skipulagðri dagskrá/námsáætlun sem að mestu skiptist niður í vikur. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir). Þú hefur frelsi innan dagsins/vikunnar hvenær þú sinnir náminu en það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú nærð ekki að taka ekki þátt í þeim.

Þátttakendur eiga að vera færir um að vinna að markaðssetningu á netinu, kunna skil á helstu aðferðum við markaðssetningu s.s. framsetningu á kynningarefni, miðun á markhópa og greiningu á umferð á eigin vefsvæði. Einnig að geta gert kynningaráætlanir, nýta sér gervigreind (AI) við gerð efnis og geta miðlað því á alla helstu miðla.
Skipulagning fjarnámsins NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, kennslumyndbönd, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda/-um í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir ásamt umsjónarmanni fjarnáms. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsáætlun sem tilgreinir og tímasetur námsyfirferð, verkefnaskil og annað sem við á. Verkefnadrifið lotunám Námið er alfarið fjarnám sem byggist á vikulegum lotum og fer fram í gegnum nemendaumhvefi NTV(sem er í Teams umhverfinu). Þátttakendur ráða alfarið hvenær þeir stunda námið og það er engin krafa um viðveru og beinar útsendingar. Hver lota felur í sér skilgreind efnistök og markmið. Í upphafi hverrar lotu fær þátttakandi námsefni til að fara í gegnum og verkefni til að vinna og skila í lok lotunnar. Leiðbeinandinn leggur upp lotuna og verkefnið og aðstoðar nemendur í gegnum nemendaumhverfið. Kennari gefur endurgjöf á verkefnið og gefur einkunn fyrir hvert skilað verkefni. Frammistöðumat/einkunnir byggjast á þessum verkefnaskilum.
    Lota 1: Google Analytics markaðsgreining, Google Search console og kynning á leitarvélabestun (SEO)
    Mikilvægi gagna við stafræna markaðsetningu Kynning á Google Analytics og uppsetning Mæling árangurs stafrænnar markaðssetning með Google Analytcs, Google Search console ofl. Grunn leitarvélabestun kynnt On-page vs. off-page leitarvélabestun (SEO) Greining leitarorða og bestun á efni. Mikilvægi efnisgerðar og uppsetningar SEO tól og greining

    Lota 2: PPC (Pay-per-click) markaðssetning á Google
    Kynning á PPC Google Ads og Bing Ads kynning Val á leitarorðum, uppsetning á herferðum, áætlanagerð. Mæling á árangri herferða.

    Lota 3: Markaðssetning á Facebook og Instagram. PPC (Pay-per-click) og Content marketing.
    Kynning og yfirlit á helstu samfélagsmiðlum sem vert er að auglýsa á Stofna Facebook Business manager, Ads manager og setja upp Facebook page Gerð kynningaráætlunar Uppsetning mynd- og textaefnis Auglýsingagerð

    *NÝTT Lota 4 Markaðssetning með tölvupósti
    Mikilvægi markaðssetningar með tölvupósti Byggja upp og flokka Greining og eftirfylgni markaðsherferða Uppsetning markpósta / fréttabréfa *Auka* Tenging við Wordpress / Woocommerce

    *NÝTT Lota 5 Efnismarkaðssetning (Content marketing)
    Kynning á content marketing og hlutverk þess í stafrænni markaðssetningu Gerð herferða og söguþráða Mismunandi form efnis (Blog, myndbönd, podcast ofl) Mæling á árangri herferða Textagerð ( tone of voice, character ofl) CANVA Notkun Canva kynnt og hvernig hægt er að nýta sér þennan gjaldfrjálsa og öfluga hugbúnað það í gerð kynningarefnis sem þú getur nýtt á samfélagsmiðlum.

    *NÝTT Lota 6 Hvernig nýta má gervigreind við stafræna markaðssetningu og efnisgerðar
    Kynning á gervigreind (AI) í stafrænni markaðssetningu AI greining AI efnisgerð AI í SEO og PPC AI í markaðsetningu á samfélagsmiðlum AI í tölvupóstmarkaðssetningu Hvað þar að varast varðandi AI í starfrænni markaðssetningu

Digital Marketing eða Stafræn markaðssetning er námsleið sem kennir þér að nýta markaðsfræðina í stafrænum heimi hvort sem það er á rafrænum miðlum, samfélagsmiðlum eða á leitarvélum. Námið er einungis kennt í fjarnámi. Námið er einstaklega hagnýtt. Raunhæf verkefni og verkefnaskil er hluti af náminu og skólinn vottar frammistöðu með prófskírteini að loknu námi.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á [email protected]

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Stafræn markaðssetning – Digital marketing – Fjarnám í frelsi

Getur byrjað strax og hefur 180 daga til að klára. Framlenging á tíma í boði. Diplóma í boði fyrir þá sem kjósa að skila verkefnum og standast kröfur.

Verð: 344.500 kr.

Stafræn markaðssetning – Digital marketing – Fjarnám

Hefst: 26. Feb '25
Lýkur: 9. Apr '25
Fjarnám, 6 lotur. Verkefnaskil, endurgjöf og diplóma í boði. Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 265.000 kr.