CCNP Enterprise námið gefur nemendum meiri reynslu á búnaði og þarf námið að vera töluvert meira ‘hands on’ á vélbúnaði en CCNA.
Mælt er með að nemendur hafi CCNA prófagráðu og reynslu af rekstri netkerfa úr atvinnumarkaði.
Kennsluefni er á ensku og þurfa nemendur að hafa nokkuð góð tök á ensku. Nemendur þurfa hafa grunnþekkingu á Cisco IOS, Cisco Packet Tracer og almenna notendaþekkingu á Windows stýrikerfinu.
Vegna lab búnaðar er takmarkaður fjöldi sæta í boði. Nemendur með virka CCNA gráðu fá forgang.