Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:
Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna. Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar. Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans. Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið skýrslur, greinargerðir, aðgerðaáætlun, myndbönd, próf / quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.
Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi. Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremur sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi.