Stafræn markaðssetning

Price range: 315.000 kr. through 399.000 kr.

Leiðbeinendur

Um námið

Stafræn markaðssetning (e. Digital marketing) er hagnýtt og verkefnadrifið nám þar sem lögð er áhersla á skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og kynningarherferða á stafrænum miðlum. Námið tekur fyrir markaðssetningar á vefnum, samfélagsmiðlum og leitarvélum og byggir á raunhæfum verkefnum sem endurspegla verklag í atvinnulífinu.
Námið er fyrir þá sem vilja læra að vinna að markaðssetningu á netinu, bæði á veraldarvefnum og samfélagsmiðlum. Það hentar þeim sem vilja öðlast grunnfærni í stafrænni markaðssetningu og vinna markvisst með auglýsingar, efni og miðlun, óháð fyrri reynslu. Námið er kennt frá grunni og hentar vel samhliða vinnu eða öðru námi.
Að loknu námi eiga þátttakendur að:
  • geta skipulagt, framkvæmt og fylgt eftir auglýsingaherferðum á netinu og samfélagsmiðlum
  • hafa skilning á helstu aðferðum í stafrænni markaðssetningu, svo sem markhópamiðun og framsetningu kynningarefnis
  • geta greint umferð og árangur á vefsvæðum og stafrænum miðlum
  • vera færir um að gera kynningaráætlanir og miðla efni á helstu stafræna miðla
  • kunna að nýta gervigreind (AI) við gerð og þróun markaðsefnis
Helstu atriði sem farið er yfir:
  • Lota 1: Google Analytics markaðsgreining, Google Search console og kynning á leitarvélabestun (SEO)
  • Lota 2: PPC (Pay-per-click) markaðssetning á Google
  • Lota 3: Markaðssetning á Facebook og Instagram. PPC (Pay-per-click) og Content marketing.
  • Lota 4 Markaðssetning með tölvupósti
  • Lota 5 Efnismarkaðssetning (Content marketing)
  • Lota 6 Hvernig nýta má gervigreind við stafræna markaðssetningu og efnisgerðar
    Sjá nánar →  Stafræn markaðssetning – Námslýsing
Digital Marketing eða Stafræn markaðssetning er námsleið sem kennir þér að nýta markaðsfræðina í stafrænum heimi hvort sem það er á rafrænum miðlum, samfélagsmiðlum eða á leitarvélum. Námið er einungis kennt í fjarnámi. Námið er einstaklega hagnýtt. Raunhæf verkefni og verkefnaskil er hluti af náminu og skólinn vottar frammistöðu með prófskírteini að loknu námi.
Áætlað vinnuframlag er um 10-15 klukkustundir á viku á meðan á námskeiði stendur.

Stafræn markaðssetning – Fjarnám í frelsi

Getur byrjað strax og hefur 180 daga til að klára. Framlenging á tíma í boði. Diplóma í boði fyrir þá sem kjósa að skila verkefnum og standast kröfur.

Verð: 399.000 kr.

38.590 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Stafræn markaðssetning – Fjarnám

Hefst: 25. Feb '26
Lýkur: 15. Apr '26
Fjarnám, 6 lotur. Verkefnaskil, endurgjöf og diplóma í boði. Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 315.000 kr.

30.570 kr/mán
(m.v. 12 mán)