Staða
Ekki hafið
Verð
Closed
Hefja nám
This námskeið is currently closed

Kæri þátttakandi í Grunnnámi í bókhaldi í frelsi.

Fjarnám í FRELSI gerir þér kleift að sinna náminu á styttri tíma eða lengri tíma eins og þér hentar. Þú hefur 180 daga til að klára námið, sem er tvöfalt lengri tími en í hefðbundnu fjarnámi.

Frelsið felst í því að þú hefur val hvenær þú lærir, hvenær þú skilar verkefnum og hvenær þú tekur próf.

Mikilvægt er að þú klárir námið í réttri röð og farir vel í gegnum allt kynningarefni áður en þú byrjar. Náminu fylgja ýmis skjöl og skráarsnið sem þú hleður niður í tölvuna þína og vinnur með.  Jafnframt fylgja kennslubækur sem þú getur lesið í gegnum vafra.  Allt kennsluefni í náminu sem þú hefur aðgengi að er eign NTV skólans og er með öllu óheimilt að dreifa.

Náminu er skipt upp í fjóra hluta og er mælst til að þú klárir hvern hluta, áður en þú byrjar á þeim næsta.  Eftir að þú hefur klárað hvern námshluta átt þú rétt á að taka rafrænt próf í gegnum nemendaumhverfi skólans.  Mikilvægt er að panta próftíma með allt að viku fyrirvara.  Prófdagarnir eru á miðvikudögum kl. 13:00.  Hægt er að fá að taka upptökupróf gegn prófagjaldi.

Frammistöðumat (Diplóma) er eingöngu veitt þeim sem taka próf og með þeim hætti sýna fram á færni.

Grunnnám í bókhaldi er fyrsta önnin á bókhaldsbraut skólans og fyrir þá sem vilja halda áfram þá þarf að ná 7,0 í meðaleinkunn.