Áhættumat, greining og innleiðing (Enterprise Risk Management)
Námskeiðið er einkar hagnýtt og “current” fyrir þá sem eru að undirbúa og vinna við framkvæmd áhættumats. Jafnt þeirra sem eru með vottuð stjórnunarkerfi og/eða ytri kröfur um formlega útfærslu á framkvæmd áhættumats.
Gagnsemi námskeiðsins er mikil og með því fylgja hagnýt sérsniðin sniðmát sem hafa verið þróuð til margra ára og sniðin að íslensku umhverfi ásamt aðgengi að verðmætu Excel líkani.
Námskeiðið er byggð upp þannig að þátttakandi getur unnið þetta sem sjálfsnám en leiðeinandinn, Ólafur Róbert veitir þátttakendum stuðning og aðgengi þegar og ef þurfa þykir. Um leið og þátttakandi greiðir fær viðkomandi samstundis aðgengi sem varir í 6 mánuði. Öll kennslugögn eru aðgengileg á einstaklingsbundnu vefsvæði í formi lesefnis, myndbanda og Office sniðmát sem unnið verður með í náminu.