Kæri þátttakandi í Rekstur á áætlanagerð í frelsi.
Fjarnám í FRELSI gerir þér kleift að sinna náminu á styttri tíma eða lengri tíma eins og þér hentar. Þú hefur 180 daga til að klára námið, sem er tvöfalt lengri tími en í hefðbundnu fjarnámi.
Umsjónarmaður námsins mun senda þér póst á netfangið sem þú skráðir í upphafi og bjóða þér að eiga samtöl og veffundi eftir þínum þörfum og áhuga og hann mun kynna fyrir þér þau verkefni sem þér gerst kostur á að vinna í náminu.
Með þessari námslínu fylgir frítt grunnnám í Excel sem hefur reynst mörgum vel. Margir nýta sér það en aðrir þurfa þess ekki. Það að byggja upp áætlunarlíkan í Excel og hafa gott vald á því krefst lágmarkskunnáttu í Excel.
Mikilvægt er að þú klárir námið í réttri röð og farir vel í gegnum allt kynningarefni áður en þú byrjar.
Frammistöðumat (Diplóma) er eingöngu veitt þeim sem skila verkefnum (og/eða taka próf eftir atvikum) og ná tilhlýðilegum árangri.
Þjónustumarkmið skólans er að þátttakendur fái endurgjöf ekki síðar en inna 7 virkra daga. Endurgjöf á stór skilaverkefni (próf þegar það á við) getur tekið lengri tíma, en þá fá þátttakendur upplýsingar um það. Rauðir dagar telja ekki með, lokað er fyrir slíka endurgjöf yfir jól og páska og yfir miðsumar (1.júlí til 5.ágúst).
Hægt er að sækja um framlengingu á náminu ef sú staða kemur upp að þú þurfir það.
Þú getur alltaf haft samband við skólann í síma á skrifstofutíma í 544-4500 eða sent á okkur póst á [email protected]
Gangi þér vel.