Skrifstofu- og bókhaldsbraut

VERÐ

422.500 kr.

UM NÁMIÐ

Markmiðið með námi á Skrifstofu- og bókhaldsbraut er að auka enn frekar samkeppnishæfni nemenda og búa þá vel undir krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Hér eru tekin saman tvö námskeið sem styðja mjög vel hvort við annað: Skrifstofuskólinn og Bókaranám framhald. Auk þess að undirbúa nemendur til starfa við almenn skrifstofustörf er lögð áhersla á að gera nemendur færari í bókhaldsstörfum, skapa ákveðna sérþekkingu og færa þá nær sjálfum rekstrinum. Í námi sem spannar fleiri annir þá eru alltaf hefðbundin skólafrí. Yfir sumartímann, yfir jól og áramót og yfir páskatímabilið.

Fyrri önn

Fyrri hluti námsins er haldinn í samvinnu við Mími-símenntun og er kennt eftir vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA).
Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn oft eftir nokkurra ára hlé eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum.
Meðal kennslugreina á fyrri önn eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu greinum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Fyrri önninni lýkur með lokaverkefni sem samþættir flestar námsgreinar og kennir nemendum að nýta flest það sem tekið er fyrir á námskeiðinu í einu verkefni.

Seinni önn

Á seinni önninni er lögð áhersla á að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og auka færni þeirra við færslu og uppgjör bókhalds. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera færir um að sjá um viðskiptamannakerfi og launakerfi og geta framkvæmt einföld uppgjör á bókhaldi ásamt öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem nauðsynlegar eru. Að námi loknu verða nemendur mun verðmætari starfsmenn í fyrirtækjum og færir um að nota upplýsingar úr bókhaldi á hagnýtan hátt.
Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum. Verkefnavinna nemenda er mikil og gert ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Þess er gætt að verkefnin séu hagnýt. Námið er óháð reynslu nemenda af mismunandi bókhaldskerfum þar sem að mestu leyti er unnið í Excel-töflureikni og munu nemendur við það styrkja þekkingu sýna á hagnýtri notkun Excel. Allir námsþættir eru kenndir frá grunni og lýkur flestum þeirra með prófi en auk þess er gefin einkunn fyrir lokaverkefni og mætingar. Vönduð námsgögn eru innifalin í verði.
Við viljum vekja athygli á að ekki er um sömu vikudaga að ræða í námi á fyrri og seinni önn. Nám í Skrifstofuskólanum fer fram þrisvar í viku en tvisvar í viku þegar námskeiðið Bókaranám framhald hefst.
Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Nemendur sem ætla áfram í Bókaranám framhald þurfa að ná 7,0 í meðaleinkunn í þeim prófum sem tilheyra þessari námsbraut.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér
Almennt um námið
Markmiðið með námi á Skrifstofu- og bókhaldsbraut er að auka enn frekar samkeppnishæfni nemenda og búa þá vel undir krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Hér eru tekin saman tvö námskeið sem styðja mjög vel hvort við annað: Skrifstofuskólinn og Bókaranám framhald. Auk þess að undirbúa nemendur til starfa við almenn skrifstofustörf er lögð áhersla á að gera nemendur færari í bókhaldsstörfum, skapa ákveðna sérþekkingu og færa þá nær sjálfum rekstrinum. Í námi sem spannar fleiri annir þá eru alltaf hefðbundin skólafrí. Yfir sumartímann, yfir jól og áramót og yfir páskatímabilið.

Fyrri önn

Fyrri hluti námsins er haldinn í samvinnu við Mími-símenntun og er kennt eftir vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA).
Um er að ræða almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn oft eftir nokkurra ára hlé eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum.
Meðal kennslugreina á fyrri önn eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu greinum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Fyrri önninni lýkur með lokaverkefni sem samþættir flestar námsgreinar og kennir nemendum að nýta flest það sem tekið er fyrir á námskeiðinu í einu verkefni.

Seinni önn

Á seinni önninni er lögð áhersla á að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og auka færni þeirra við færslu og uppgjör bókhalds. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera færir um að sjá um viðskiptamannakerfi og launakerfi og geta framkvæmt einföld uppgjör á bókhaldi ásamt öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem nauðsynlegar eru. Að námi loknu verða nemendur mun verðmætari starfsmenn í fyrirtækjum og færir um að nota upplýsingar úr bókhaldi á hagnýtan hátt.
Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum. Verkefnavinna nemenda er mikil og gert ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Þess er gætt að verkefnin séu hagnýt. Námið er óháð reynslu nemenda af mismunandi bókhaldskerfum þar sem að mestu leyti er unnið í Excel-töflureikni og munu nemendur við það styrkja þekkingu sýna á hagnýtri notkun Excel. Allir námsþættir eru kenndir frá grunni og lýkur flestum þeirra með prófi en auk þess er gefin einkunn fyrir lokaverkefni og mætingar. Vönduð námsgögn eru innifalin í verði.
Við viljum vekja athygli á að ekki er um sömu vikudaga að ræða í námi á fyrri og seinni önn. Nám í Skrifstofuskólanum fer fram þrisvar í viku en tvisvar í viku þegar námskeiðið Bókaranám framhald hefst.
Fyrir hverja
Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Nemendur sem ætla áfram í Bókaranám framhald þurfa að ná 7,0 í meðaleinkunn í þeim prófum sem tilheyra þessari námsbraut.
Greiðslumöguleikar
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

SKRÁNING

Skrifstofu- og bókhaldsbraut – Fjarnám

Hefst: 31. Aug '23
Lýkur: 14. May '24
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu.

Verð: 422.500 kr.

Skrifstofu- og bókhaldsbraut – Morgunnám

Hefst: 31. Aug '23
Lýkur: 14. May '24
Dagar: mánudagur, miðvikudagur, föstudagur – Tími: 08:30 – 12:30 (ath. breyttar tímasetningar í seinni hluta eftir áramót)

Verð: 422.500 kr.

Skrifstofu- og bókhaldsbraut – Kvöldnám

Hefst: 31. Aug '23
Lýkur: 14. May '24
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur, laugardagur – Tími: 18:00 – 22:00 og lau. 8:30 – 12:30 (ath. breyttar tímasetningar í seinni hluta eftir áramót)

Verð: 422.500 kr.